» » Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja

Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja

posted in: Fréttir | 0

kótilettukvöld

Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja er viðburður sem hefur þann tilgang að hittast, hafa gaman, borða vel af kótilettum og safna peningum fyrir brýn málefni barna á Suðurnesjum. Veislustjóri verður Gísli Einarsson úr Landanum, Herbert Guðmundsson mætir með gítarinn og tekur alla slagarana Mummi Hermanns mun sjá um að tónlistinn ómi yfir salinn og svo mun snillingurinn Gunnar á völlunum sjá um að allir verði með harðsperrur í maganum daginn eftir.

Miðaverð er 6.000,- kr. og innifalið í verðinu eru kótilettur eins og þú getur í þig látið, meðlæti og tveir stórir svellkaldir og gulllitaðir. Eins og fyrr segir þá mun allur ágóði renna til málefna barna á Suðurnesjum. Happadrætti með veglegum vinningum. Miðar seldir á staðnum.
Tilvalið fyrir vinahópa og vinnustaði að fjölmenna á þennan viðburð.
Boðið verður upp á sætaferðir frá Hópferðum Sævars frá Offanum og í gegnum Reykjanesbæ kl 01:00.
Allar nánari upplýsingar gefnar á netfanginu Senda póst eða í síma 854 0401.

Húsið opnar kl. 19.00 og aðgöngumiðar eru seldir við innganginn