Langbest og Menu veitingar buðu til alvöru þakkargjörðarhátíðar fyrir alla fjölskylduna í Officeraklúbbnum á Ásbrú fimmtudaginn 26. nóvember.

Eins og gefur að skilja var rík hefð fyrir „Thanksgiving“ á varnarsvæði Keflavíkurflugvallar meðan Kaninn réði þar ríkjum. Langbest hélt hefðinni áfram eftir að herinn fór og stóð fyrir Þakkargjörðarhátíð á Langbest í sex ár. Þetta framtak mæltist vel fyrir og svo fór að staðurinn náði ekki að sinna öllum þeim sem vildu koma og upplifa alvöru Thansgiving stemmningu. Í ár sameinuðust því Langbest og Menu veitingar um að halda Þakkargjörðarhátíð í Officeraklúbbnum og gerðu það með glæsibrag. Í lok dags höfðu tæplega 600 manns komið í kalkúnahlaðborð Langbest og Menu.
menu_9141_crop
Hluti ágóða rann í styrktarsjóð Sigvalda Arnars Lárussonar en hann hefur verið að safna peningum fyrir brýn málefni barna á Suðurnesjum. Á myndinni er Sigvaldi með þeim Ingólfi hjá Langbest og Ása í Menu.

  • Matseðill: Kalkúnn í smjöri, hunangsgljáð skinka, Savory Stuffing, alvöru Gravy og fullt af flottu meðlæti