Árshátíð Reykjanesbæjar var haldin í Hljómahöllinni og þema kvöldsins var „The Twenties“.

Alls 640 gestir mættu uppáklæddir í sitt allra fínasta púss. Sumir gengu lengra en aðrir að endurskapa stemmningu þriðja áratugarins og setti klæðaburðurinn skemmtilegan svip á fagnaðinn.
Menu veitingar annaðistm matseldina fyrir árshátíðina og sá til þess að allir færu mettir inní kvöldið. Í Rokksafninu var boðið uppá forrétti sem gestir nutu áður en gengið var til sæta þar sem kvöldið byrjaði með skemmtiatriðum áður en aðalréttur kvöldsins var borinn fram. Að borðhaldi loknu dunaði dansinn fram á nótt.

Menu veitingar þakkar fyrir sig.

  • Forréttur
  • Aðalréttur
  • Eftirréttur